10. jan. 2020

Jólatré hirt um helgina 11.-12. janúar

Jólatré verða hirt í Garðabæ helgina 11.-12. janúar.  Íbúar sem ætla að nýta sér þjónustuna eru beðnir um að ganga frá trénum út fyrir lóðamörk þannig að þau geti ekki fokið.  

  • Jólatré hirt í Garðabæ
    Hjálparsveit skáta sér um að hirða jólatré í Garðabæ

Vegna veðurs í vikunni þurfti að fresta hirðingu jólatrjáa í Garðabæ um nokkra daga.  Stefnt er að því að hirða jólatré úr öllum hverfum Garðabæjar um helgina, 11.-12. janúar.  

Veðurspáin hefur áfram verið breytileg og enn er einhverju hvassviðri spáð um helgina. 
Íbúar sem ætla að nýta sér þá þjónustu að láta hirða jólatrén eru því beðnir um að setja þau ekki út fyrr en á laugardaginn út fyrir lóðamörk og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið.  

Félagar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ sjá um að hirða jólatrén eins og fyrri ár. 

Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs.