20. des. 2024

Jólatréssala á Garðatorgi fram að jólum

Jólatréssala Hjálparsveita skáta í Garðabæ fer fram á Garðatorgi fram að jólum.

Líkt og síðustu ár gefst Garðbæingum tækifæri á að næla sér í jólatré á Garðatorgi og styrkja björgunarsveitina til góðra verka í leiðinni.

Jólatréssala Hjálparsveita skáta í Garðabæ fer fram á Garðatorgi og verður fram að jólum. Opið er um helgar frá 11:00 til 21:00 og virka daga frá klukkan 16:00 til 21:00.