13. apr. 2023

Jónshús lokað í 6-8 vikur

Talsverðar skemmdir urðu á gólfefni í Jónshúsi yfir páskana vegna leka frá lögnum. Ráðast þurfti strax í framkvæmdir og verður Jónshúsi því lokað í 6-8 vikur.

  • Jónshús

Talsverðar skemmdir urðu á gólfefni í Jónshúsi yfir páskana vegna leka frá lögnum. Ráðast þurfti strax í framkvæmdir og verður Jónshúsi því lokað í 6-8 vikur.

Fyrirhugaðar voru framkvæmdir í sumar á húsnæðinu sem sneru að því að bæta aðstöðu til félagsstarfs og taka við fleiri gestum. Þeim framkvæmdum verður flýtt og þær unnar samhliða viðgerðum vegna lekans.

Á næstu vikum verður því ekkert skipulagt starf á vegum Jónshúss en frá og með mánudeginum 17. apríl verður hægt að koma saman, fá sér kaffi og meðlæti, spjalla og borða hádegismat þar sem búið er að fá sal húsfélagsins á Strikinu 8 lánaðan.

Þá má minna á Vorferð Jónshúss þann 19. apríl og uppistand með Bergi Ebba 25. apríl (staðsetning auglýst síðar). Árlegri vorsýningu Jónshúss verður frestað um óákveðinn tíma vegna aðstæðna en hún verður auglýst nánar síðar.