21. jún. 2018

Jónsmessugleði Grósku í tíunda sinn

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, verður haldin fimmtudagskvöldið 21. júní frá kl. 19:30-22:00 á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi.    

  • Jónsmessugleði Grósku
    Jónsmessugleði Grósku verður haldin í ellefta sinn fimmtudaginn 20. júní kl. 19:30-22 á göngustígnum við sjávarsíðuna í Sjálandi.

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, verður haldin fimmtudagskvöldið 21. júní frá kl. 19:30-22:00 á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi.    Jónsmessugleðin hefur vaxið og dafnað með árunum og Garðbæingar og aðrir góðir gestir hafa fjölmennt á hátíðina í Sjálandið.

Einkunnarorð Jónsmessugleðinnar eru ,,Gefum, gleðjum og njótum”.  Þar koma saman fjölbreyttir listamenn með ólíka miðla sem gefa vinnu sína þetta kvöld til að gleðja bæjarbúa og annað áhugafólk um list og njóta Jónsmessugleði saman. Í ár er þema Jónsmessugleðinnar ,,LÍF Í TUSKUNUM “.  

Myndlistin verður eins og áður í aðalhlutverki en einnig geta gestir Jónsmessugleðinnar notið söngs og skemmtunar frá ýmsum listamönnum.  Meðal þeirra sem koma fram eru Pétur Jóhann Sigfússon með uppistand, kór Vídalínskirkju,  Kvennakór Garðabæjar, Gb Jazz, brasskvintett Garðabæjar og fleiri.

Ungt fólk í skapandi sumarstarfi hjá Garðabæ sýnir fjölbreytta list sem hópurinn vinnur að í sumar. Bæjarstarfsmenn og sumarvinnuhópar umhverfisátaks aðstoða með uppsetningu, frágang og ýmsa skipulagningu.  

Viðburður á fésbókarsíðu Grósku.

Verið velkomin á Jónsmessugleðina!  
Fyrir þá sem koma ekki gangandi á svæðið má finna bílastæði víða í Sjálandinu, t.d. við Sjálandsskóla.