19. feb. 2025

Kaldavatnslokun í Skógarlundi og Asparlundi á fimmtudag

Lokað verður fyrir kalda vatnið á milli klukkan 10:00 og 12:00, 20. febrúar.

Vegna viðgerðarvinnu Vatnsveitu Garðabæjar verður lokað fyrir kalda vatnið í Skógarlundi og hluta af Asparlundi á milli klukkan 10:00 og 12:00 á morgun, fimmtudaginn 20. febrúar.

Íbúar eru beðnir um að gæta þess að það sé lokað fyrir kaldavatnskrana þegar farið er að heiman.

Á meðfylgjandi mynd má sjá græna línuteikningu utan um svæðið sem kaldavatnslokunin nær yfir.