Kallað eftir góðum hugmyndum
Lumar þú á góðri hugmynd varðandi félagsstarf eldri borgara í Garðabæ?
Það skiptir Garðabæ og Félög eldri borgara í Garðabæ og á Álftanesi miklu máli að fá endurgjöf á þjónustuna sem veitt er.
Þess vegna liggja nú frammi eyðublöð og hugmyndakassar í Jónshúsi, í Smiðjunni og Litlakoti. Þau sem luma á góðum hugmyndum og ábendingum gefst þá tækifæri til að setja þær niður á blað og skila í hugmyndakassa.
Farið verður yfir allar ábendingar og hugmyndir með það að markmiði að bæta og styrkja þjónustu við eldri borgara Garðabæjar.