Kíktu á óperubrölt!
Bröltið hefst í kirkjunni en síðan verður hópurinn leiddur á Garðatorg þar sem ýmiskonar söngur og glens fer fram.
Þann 4. nóvember klukkan 13 fer fram Óperubrölt sem hefst í Vídalínskirkju kl. 13 en nokkrir óperusöngvarar leiða fólk í söng og gleði.
Bröltið hefst í kirkjunni en síðan verður hópurinn leiddur á Garðatorg þar sem ýmiskonar söngur og glens fer fram. „ Svona brölt fór einnig fram í Reykjavík og tókst ansi vel svo það er mjög gaman að fá tækifæri til að njóta glæsilegra söngvara og óvenjulegs viðburðar í Garðabæ“ segir Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.