29. sep. 2021

Kjörsókn í alþingiskosningum

Kosningar til Alþings fóru fram laugardaginn 25. september sl. Kjörsókn var 83,4% í Garðabæ.

  • Alþingi
    Alþingi

Kosningar til Alþings fóru fram laugardaginn 25. september sl. Í Garðabæ var kosið á tveimur stöðum, í Álftanesskóla og í íþróttahúsinu Mýrinni.

Á kjörskrá í Garðabæ voru 13.362 einstaklingar og alls kusu 11.150. Þannig var kjörsókn 83,4%.

Utankjörfundaratkvæði voru 3077 eða 23%.