8. mar. 2022

Klifurveggur í Miðgarði

Klifurveggur hefur verið settur upp í Miðgarði, nýju fjölnota íþróttahúsi Garðabæjar. Klifurveggurinn er hannaður og byggður af fyrirtækinu Walltopia í Búlgaríu.

  • Klifurveggurinn í byggingu
    Klifurveggurinn í byggingu

Klifurveggur hefur verið settur upp í Miðgarði, nýju fjölnota íþróttahúsi Garðabæjar. Klifurveggurinn er hannaður og byggður af fyrirtækinu Walltopia í Búlgaríu.

Í samvinnu við Klifurhúsið og áhugafólk um klifuríþróttina verða auglýst námskeið í klifri í Miðgarði í mismunandi erfiðleikastigum. Klifur í línu verður hluti af því. Með því opnast möguleiki á að hefja starfsemi fyrir nýja íþrótt í Garðabæ en námskeiðin verða auglýst þegar nær dregur.

Hægt verður að stunda klifur á sama tíma og knattspyrnu þar sem veggurinn er varinn með neti sem fangar boltana.

Klifurveggur_1646741207769Fv. Mr. Hristov, Mr. Penchev og Mr. Stoyanov sem hafa unnið við að setja upp klifurvegginn í Miðgarði. Á myndina vantar Mr. Getov en hann er farinn heim.