28. júl. 2022

,,Komdu í göngu í Garðabæ"

Þótt veðrið í sumar hafi ekki verið með allra besta móti þá er samt alltaf gott gönguveður. Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan.  

  • Búrfell og umhverfi friðlýst
    Búrfell og umhverfi friðlýst

Þótt veðrið í sumar hafi ekki verið með allra besta móti þá er samt alltaf gott gönguveður.  Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan. 
Garðabær fékk nýlega skemmtilega vísu senda frá góðum gesti sem hefur heimsótt bæinn og oft gengið um stíga Garðabæjar.  

,,Komdu í göngu í Garðabæ,
glöð við tökum móti
fólki með svo ferskum blæ
að ferðar hingað njóti."
Höf: Philip Vogler, Egilsstöðum

Hér á vef Garðabæjar er búið að taka saman nokkrar hugmyndir um áhugaverðar gönguleiðir. 

Hér má líka nálgast ýmis kort af bænum og hlekk í kortavef Garðabæjar þar sem hægt er að mæla út gönguleiðir. 

Wapp – gönguleiðsagnarapp í símann

Undanfarin ár hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu.

Í Wapp-inu má finna bæði sk. söguleiðir sem eru leiðir með leiðsögn þar sem upplýsingapunktar á réttum stöðum veita upplýsingar í texta og mynd. Upplýsingarnar snerta það sem ástæða þykir til að segja frá í náttúru og umhverfi, úr þjóðsögum eða af lífi fólks á svæðinu fyrr og nú.

Meðal gönguleiða í Wapp-inu í Garðabæ eru:

  • Vífilsstaðavatn og Gunnhildur
  • Fógetastígur í Gálgahrauni
  • Búrfellsgjá
  • Bessastaðanes
  • Hraunstígur Garðabæ

Einnig eru í wappinu fjórar hlaupaleiðir í Garðabæ, þar af tvær á Álftanesi sem eru frá fimm og upp í 10 kílómetra langar og tvær hjólaleiðir 15 og 16 km langar, sú lengri á Álftanesi.

Wappið er stafrænn gagnagrunnur leiðarlýsinga á Íslandi sem er miðlað í gegnum app fyrir Iphone og Android snjallsíma. Á forsíðu, http://www.wapp.is/ eru hlekkir beint á App Store og Play Store til að sækja Wappið. Athugið allar leiðirnar í Garðabæ eru í boði Garðabæjar. Smellt er á "kort" þegar leiðin hefur verið opnuð og á "já" við spurningunni "Viltu kaupa þessa ferð?" Leiðin kemur þá upp endurgjaldslaust.

Gönguleiðir í Garðabæ í Wappinu