3. des. 2021

Kristinn Sigmundsson í Safnaðarheimili Vídalínskirkju – Hraðpróf nauðsynlegt

Kristinn Sigmundsson gleður gesti á hádegistónleikum í safnaðarheimili Vídalínskirkju (ath. breytt staðsetning). Aðgangur er ókeypis, grímuskylda og neikvætt hraðpróf nauðsynlegt.

 • Kristinn Sigmundsson
  Kristinn Sigmundsson

Kristinn Sigmundsson gleður gesti á hádegistónleikum í safnaðarheimili Vídalínskirkju (ath. breytt staðsetning) kl. 12:15-13:00. Með Kristni leikur Matthildur Anna Gísladóttir á píanó. Kristinn hefur sett saman fjölbreytta dagskrá og svo sem flestir geti notið þarf að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Aðgangur er ókeypis, grímuskylda og neikvætt hraðpróf nauðsynlegt.

Efnisskráin er á þessa leið:

 • Haukur Tómasson/Þórarinn Eldjárn: Kiljan skrifar Kjarval málar
 • Franz Schubert/Piero Metastasio: L'incanto degli occhi
 • Franz Schubert/Schmidt von Lübeck: Der Wanderer
 • Karl O. Runólfsson/Davíð Stefánsson: Allar vildu meyjarnar eiga hann
 • Karl O. Runólfsson/Æri Tobbi: Þrjár vísur Æra Tobba
 • Jón Ásgeirsson/Halldór Laxness: Hjá lygnri móðu
 • Eyþór Stefánsson/Jóhann Sigurjónsson: Bikarinn
 • Markús Kristjánsson/Anna Guðmundsdóttir: Kvöldsöngur
 • Sveinbjörn Sveinbjörnsson/Grímur Thomsen: Sverrir konungur
 • Robert Schumann/Heinrich Heine: Du bist wie eine Blume
 • Die beiden Grenadiere