7. júl. 2020

Upptökur í Hæðahverfi - bílar staðsettir Eyktarhæð og Fögruhæð

Sagafilm mun taka upp hluta af nýrri sjónvarpsþáttarröð í Hæðahverfinu, þess vegna verða stórir bílar staðsettir bæði í Eyktarhæð og Fögruhæð á meðan á tökum stendur

Sagafilm stendur fyrir tökum á nýrri þáttaröð og verða þættirnir teknir upp á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Hæðahverfinu í Garðabæ.  Tökur hér í bæ hefjast 9. júlí og standa yfir í tæpar 2 vikur.  Tökuvinnunni fylgir nokkuð mikið magn af græjum og öðru sem til þarf og verður það geymt í bílum sem staðsettir verða í botni Fögruhæðar og á gatnamótum Háhæðar og Eyktarhæðar.  Sjá má á rauðmerkt á skýringarmynd hvar bílarnir verða staðsettir, beðið er um þolinmæði íbúa þessara gatna og annarra gatna í nágrenninu á meðan bílarnir standa í götunum.