29. ágú. 2019

Landsfundur um jafnréttismál haldinn í Garðabæ

Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ heldur landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.

  • Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi
    Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi

Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ heldur landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019. Fundurinn verður haldinn í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar, Garðatorgi 7. Á vef Jafnréttistofu má sjá dagskrá fundarins.

Skyldur sveitarfélaga þegar kemur að jafnréttismálum eru miklar og snerta sveitarfélögin sem stjórnvald, vinnuveitendur og veitendur þjónustu. Landsfundurinn er því kjörinn vettvangur fyrir m.a. sveitarstjórnarfólk, fulltrúa í nefndum sem fara með jafnréttismál og starfsfólk sem hefur með málaflokkinn að gera til að hittast, fræðast og deila reynslu.