3. okt. 2024

Leikskólinn Urriðaból fyrsti leikskólinn til að hljóta Svansvottun á Íslandi

Garðabær hlaut fyrsta Svansleyfið sem veitt hefur verið til sveitarfélags fyrir Svansvottaða byggingu

  • IMG_0449

Urriðaból við Holtsveg er jafnframt fyrsta leikskólaverkefnið sem hlýtur Svansvottun samkvæmt nýbyggingarviðmiðum Svansins.

IMG_0466

Leikskólinn er byggður úr krosslímdum timbureiningum (CLT) sem hýsir sex deildir. 

„Það er afskaplega mikill heiður að taka á móti þessari viðurkenningu, fyrst sveitarfélaga. Hér eru gerðar ríkar kröfur til efnis og gæða og það er gaman að upplifa kraftinn og gleðina í leikskólasamfélaginu hér í fyrsta svansvottaða leikskólanum á Íslandi“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar sem tók við Svansleyfinu fyrir hönd Garðabæ.

IMG_0474_1727976264502

Viðmið Svansins setja strangar kröfur er varða orku og loftslagsmál, hringrásarhagkerfið og er ekki síst lögð áhersla á gæði byggingarinnar, góða innivist og loftgæði. Þegar kemur að byggingum sem hannaðar eru fyrir viðkvæma hópa eins og yngsta hóp samfélagsins er gríðarlega mikilvægt að huga að efnanotkun innandyra. Með Svansvottun hafa verið notaðar byggingarvörur sem eru með fá skaðleg efni. 

Það skiptir miklu máli hvaða byggingar- og efnavörur eru notaðar á framkvæmdartíma en það er ekki síður mikilvægt að vörur sem keyptar eru inn í rekstri skólans séu einnig valin af gaumgæfni og er því sérstaklega ánægjulegt að leikskólinn er einnig heilsuleikskóli. Skólar ehf. sem leggja upp með að stuðla að heilnæmu umhverfi fyrir börnin.

Leikskólinn Urriðaból er fjórða verkefnið sem hlýtur Svansvottun í Urriðaholti sem er með BREEAM umhverfisvottað skipulag og er hvetjandi að sjá hvernig umhverfisvottað skipulag getur stutt við umhverfisvottaðar framkvæmdir.

IMG_0423

 

Elstu börnin í Urriðabóli sungu fyrir gesti í tilefni dagsins, af mikilli innlifun.