25. feb. 2022

Leirlistasmiðjan Álfar og Óskasteinar

Leirlistasmiðjan Álfar og Óskasteinar verður haldin á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 26. febrúar kl. 13:00 til 14:00.

Leirlistasmiðjan Álfar og Óskasteinar verður haldin á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 26. febrúar kl. 13:00 til 14:00. Björk Viggósdóttir listamaður mun leiðbeina í smiðjunni.

Unnin verða leirlistaverk með innblástri frá Álfum og óskasteinum þar sem ímyndunaraflið og sköpunarkrafturinn er í forgrunni.

Mótaðir verða álfar og óskasteinar úr leir og þátttakendur taka með sér listaverkin heim eftir smiðjuna.

Smiðjan er ókeypis og opin öllum. Hvetjum Garðbæinga til að mæta!