11. nóv. 2025

Leita að fallegum jólatrjám

Þjónustumiðstöð Garðabæjar auglýsir nú eftir fallegum grenitrjám úr einkagörðum til að nota sem jólatré á opnum svæðum bæjarins.

Þjónustumiðstöð Garðabæjar auglýsir nú eftir fallegum grenitrjám úr einkagörðum til að nota sem jólatré á opnum svæðum bæjarins.Þau sem hafa áhuga á að gefa tré í verkefnið geta haft samband við Sigurð Hafliðason, forstöðumann þjónustumiðstöðvar Garðabæjar í síma 820 8587 eða í póstfang sigurdurhaf@gardabaer.is.

„Það eru yfirleitt svona 10-15 íbúar sem hafa samband við okkur fyrir jólin og vilja gefa tré,“ segir Sigurður.

Þá tekur skemmtilegt verkefni við því starfsmenn þjónustumiðstöðvar fara í vettvangsferð, skoða tréð og ef það þykir henta vel þá er það fjarlægt, lóðareigendum að kostnaðarlaus.

„Við erum að taka svona fjögur til átta tré árlega, við tökum bara þau fallegustu,“ segir Sigurður. 

Þau sem hafa áhuga á að gefa tré geta haft samband við Sigurð.

_image00013Jólatréð sem prýddi Garðatorg í fyrra var afar glæsilegt, það kom úr garði við Ásbúð.