Jólakvöld á Garðatorgi
Verslanir á Garðatorgi bjóða upp á lengri opnun í kvöld, 17. desember. Boðið verður upp á ljúfa jólatóna og hátíðarstemningu.
Verslanir á Garðatorgi verða opnar til klukkan 20:00 í kvöld, miðvikudaginn 17. desember.
Boðið verður upp á léttar veitingar í verslunum og hátíðarstemningu. Þá er tilvalið að klára jólagjafirnar í heimabyggð.
Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar verður á sveimi og leikur ljúfa tóna.
Nánari upplýsingar á viðburðinum á Facebook.

