9. apr. 2025

Létt og góð stemning ávallt einkennt Álftaneskór

Við kíktum nýverið á æfingu hjá Álftaneskór og fengum að fylgjast með. Þessa dagana æfir kórinn fyrir tvenna tónleika.

  • Sigrún Helgadóttir og Ástvaldur Traustason.

Þessa dagana æfir Álftaneskórinn fyrir útvarpsmessu sem verður send út á skírdag 17. mars og fyrir vortónleika sem haldnir verða 30. apríl í Garðakirkju. Við fengum að kíkja á æfingu hjá þeim í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 og fylgjast með.

Stjórnandi kórsins er Ástvaldur Traustason og formaður er Sigrún Helgadóttir. Eftir æfingu tókum við þau Ástvald og Sigrúnu tali ásamt þeim Sæbjörgu Einarsdóttur og Hafrúnu Þorvaldsdóttur. Sæbjörg er einn af stofnendum kórsins og þekkir hún því sögu hans vel.

Álftaneskór hefur verið starfandi frá árinu 1981. Félagar hafa í gegnum árin ávallt lagt áherslu á að mynda góða og létta stemningu í kringum starfið og taka vel á móti nýjum félögum. Sæbjörg lýsir kórnum sem einni stórri fjölskyldu. Í gegnum árin hefur kórinn brallað ýmislegt skemmtilegt saman og skapað góðar minningar, t.d. í utanlandsferðum.

Álftaneskór æfir nú fyrir messu sem verður útvarpað á skírdag og vortónleika sem haldnir verða 30. apríl í Garðakirkju.

Sigrún segir kórinn samanstanda af fólki á breiðu aldursbili með fjölbreyttan bakgrunn og það gerir starfið svo skemmtilegt að hennar mati.

Æfingar eins og hugleiðsla

Hafrún Þorvaldsdóttur er svo í hópi þeirra sem er tiltölulega nýlega farin að syngja með kórnum. Hún segir kóræfingar vera sína hugleiðslu. Hún mælir hiklaust með því að áhugasamir söngvarar mæti á æfingu með Álftaneskórnum en það er pláss fyrir nýjar raddir í kórnum.

Þau benda á að ekki þarf að greiða kórgjöld. Samkvæmt samningi við sóknarnefnd Bessastaðasóknar syngur kórinn við um 13 athafnir í Bessastaðakirju á ári. Oganisti Bessastaðakirkju er kórstjóri og æfingar eru haldnar í Safnaðarheimili sóknarinnar. Nú standa yfir endurbætur á Bessastaðakirkju og á meðan eru athafnir haldnar í Garðakirkju.

https://vimeo.com/1072167794