29. jún. 2023

Líf og fjör í Vinagarði

Í gær, miðvikudaginn 28. júní, var nýi bæjargarðurinn í Urriðaholti formlega opnaður og gefið nafnið Vinagarður.

  • Kíktu í Vinagarð!
    Vinagarður opnaði formlega með pompi og prakt á dögunum. Mikið er í boði þar fyrir fjölskylduna.

Í gær, miðvikudaginn 28. júní, var nýi bæjargarðurinn í Urriðaholti formlega opnaður og gefið nafnið Vinagarður.

Vinagarður er staður þar sem krakkar á öllum aldri geta notið útivistar. Í Vinagarði er allt til alls, meðal annars fótboltavöllur, körfuboltavöllur, líkamsræktartæki og ærslabelg.

Við opnunina í gær kom fjöldi barna úr hverfinu og mætti Ísbíllinn á staðinn. Þá bauð Stjarnan upp á knattþrautir og skemmtun.

Bergljót Hreinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir að stinga upp á nafninu Vinagarður. Forsagan er sú að íbúasamtök Urriðaholts sendu út könnun þar sem beðið var um hugmyndir af nafni á nýja bæjargarðinn. 58 hugmyndir komu og völdu stjórn íbúsamtakanna þar af 5 nöfn sem íbúar voru beðnir um að velja á milli. 183 íbúar tóku þátt og sigraði nafnið Vinagarður með yfirburðum.

„Ég vil hvetja íbúa Garðabæjar til að kíkja í Vinagarð og njóta þess sem þar er í boði," segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar.