8. feb. 2019

Lilja er yngsti bæjarfulltrúinn

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar fimmtudaginn 7. febrúar sl. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, varabæjarfulltrúi sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund og er hún yngsti bæjarfulltrúi sem hefur setið fund í bæjarstjórn Garðabæjar. 

  • Lilja ásamt öðrum bæjarfulltrúum sem sátu fundinn í gær.

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar fimmtudaginn 7. febrúar sl. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir,
varabæjarfulltrúi sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund og er hún yngsti bæjarfulltrúi sem hefur setið fund í bæjarstjórn Garðabæjar. Lilja er fædd þann 6. júní 1999 og verður því tvítug á árinu.

Bæjarstjórn Garðabæjar kemur saman til fundar fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og eru öllum opnir. 

Hér á má sjá nánari upplýsingar um bæjarstjórn Garðabæjar.