28. feb. 2025

Litagleði fyrir Einstök börn

Ráðhús Garðabæjar er í litríkum búningi í tilefni þess að alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma er haldinn víða um heim í dag, 28. febrúar. 

Alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma er í dag, föstudaginn 28. febrúar. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim og tekur Garðabær að sjálfsögðu þátt.

Í ár hafa Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni, hvatt landsmenn til að glitra með þeim á þessum degi, þ.e. klæðast einverju glitrandi eða litríku og sýna þannig samstöðu og stuðning í verki með þeim sem lifa með sjaldgæfum sjúkdómum eða heilkennum.

Í tilefni dagsins er turn ráðhúss Garðabæjar í litríkum búning, upplýstur í bláum, grænum og bleikum litum.