23. nóv. 2022

Litla hryllingsbúðin

Á hverju ári setur félagsmiðstöðin Garðalundur upp metnaðarfullan söngleik þar sem ungmenni í Garðaskóla fá að njóta sín og sýna hæfileika sína. Í ár var Litla hryllingsbúðin sett upp.

  • Litla hryllingsbúðin er sett upp í Garðalundi. Frá frumsýningu.
    Litla hryllingsbúðin er sett upp í Garðalundi. Frá frumsýningu.

Á hverju ári setur félagsmiðstöðin Garðalundur upp metnaðarfullan söngleik þar sem ungmenni í Garðaskóla fá að njóta sín og sýna hæfileika sína. Í ár var Litla hryllingsbúðin sett upp.

Ferlið við söngleikinn hófst í byrjun september og er afraksturinn að skila sér núna í lok nóvember og fram í byrjun desember. Frumsýningin var haldin 20. nóvember sl. og vakti mikla lukku áhorfenda. Sýningar fara fram í Garðalundi 22, 23, 24, 28 og 29. nóvember, 1. og 2. desember. Hægt er að kaupa miða hér.

John Friðrik Bond Grétarsson, forstöðumaður Garðalundar segir ferlið við svona söngleik vera flókið og tilfinningaþrungið. „Mikið af því starfi sem gerist í söngleiknum hjá okkur er sjálfstyrking, félagsfærni og samskipti og þó svo að við viljum auðvitað að ungmennin hafi útkomu sem þau eru stolt af að þá er það allt sem gerist á æfingunum og fram að fyrstu sýningu sem er okkur í félagsmiðstöðinni svo dýrmætt," segir John.

Í sýningunni er tekið á alvarlegum málum líkt og heimilisofbeldi, andlegu og líkamlegt ofbeldi, samkynja samböndum og pressunni sem fylgir því að „skipta máli“ að vera einhver.

Tekin var upp nýjung varðandi dreifingu fjármagns sem til kemur vegna sýningarinnar en ákveðið var að hafa styrktarsýningu 1. desember þar sem ágóðinn mun renna til samtakanna ´78 og annar ágóði verður settur í sjóð fyrir ungmennin sem tóku þátt í söngleiknum til skólaferða.

Í söngleiknum taka þátt yfir 40 frábær ungmenni og skiptist hópurinn í þrjá meginhluta. Einn hlutinn og sá sem flestir eru í er leikur og söngur á sviði, næst kemur danshópurinn og svo sviðsmyndateymið.

Ásta Júlía Elíasdóttir sér um leikstjórn, Thelma Rut Haraldsdóttir með sviðsmynd, Sædís Harpa Stefánsdóttir, með söng og Hákon Hjartarson með hljóð og ljós.

Við hvetjum Garðbæinga til að kynna sér þessa frábæru sýningu.

Litla hryllingsbúðin er sett upp í Garðalundi. Frá frumsýningu.

Litla hryllingsbúðin er sett upp í Garðalundi. Frá frumsýningu.