Ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi
Sunnudaginn 8. desember sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi.
-
Ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi
Sunnudaginn 8. desember sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi. Jólatréð er staðsett á opnu svæði fyrir framan íþróttamiðstöðina á Álftanesi. Björg Fenger, formaður íþrótta- og tómstundaráðs ávarpaði gesti og sr. Hans Guðberg Alfreðsson flutti stutta hugvekju. Öll börn á staðnum voru svo boðin upp á svið til að syngja nokkur jólalög áður en ljósin voru tendruð á jólatrénu. Þeir feðgar, Hrafnkell Pálmarsson og Pálmar Ólason, spiluðu og sungu á meðan viðstaddir dönsuðu í kringum jólatréð. Að lokum mættu nokkrir eldrhressir jólasveinar fyrr til byggða og dönsuðu með og færðu börnum mandarínur í glaðning.
Jóladagur Álftanesskóla
Fyrr um daginn stóð foreldrafélag Álftanesskóla að Jóladegi Álftanesskóla innandyra í íþróttamiðstöðinni þar sem nemendur voru með sölubása til styrktar bekkjardeildum og góðum málefnum.
Á fésbókarsíðu foreldrafélagsins má sjá nokkrar myndir frá vel heppnuðum jóladegi.