19. des. 2018

Ljósmyndasýningin,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ opnuð í Bókasafni Garðabæjar

,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ var þema ljósmyndasýningar sem Bókasafn Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að og var opnuð með pompi og prakt á 50 ára afmæli Bókasafns Garðabæjar, þann 18. desember.

,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ var þema ljósmyndasýningar sem Bókasafn Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að og var opnuð með pompi og prakt á 50 ára afmæli Bókasafns Garðabæjar, þann 18. desember.

Leitað var til bæjarbúa og annarra velunnara Garðabæjar um að senda inn ljósmyndir úr Garðabæ sem voru teknar á árinu 2018. Ekki stóð á innsendingum sem voru alls um 140 myndir.

Dómnefnd valdi athyglisverðustu ljósmyndirnar sem fengu svo viðurkenningar á opnuninni. Við val á þeim var skoðað hvernig ljósmyndara tókst að ná á ljósmynd umhverfi, landslagi, bæjarbrag og mannlífi í Garðabæ árið 2018.

Sex myndir hlutu viðurkenningu í flokki fullorðinna.

Garðatorg -Ljósmyndari: Axel Thorarensen. 

Heygjöf við Garðakirkju - Ljósmyndari: Runólfur Birgir Leifsson. 

Eldsvoði í Molduhrauni - Ljósmyndari: Hjálmtýr Guðmundsson. 

Yrkju gróðursetning á Bessastaðanesi -Ljósmyndari: Ásta Leifsdóttir. 

Þetta er ég - Ljósmyndari: Ragnheiður Dísa Gunnarsdóttir. 

Lyngið - Ljósmyndari: Torfi Geir Símonarson. 

Ungir ljósmyndarar

Þrír ljósmyndarar yngri en 18 ára fengu hvatningarverðlaun. Myndirnar frá þeim öllum þremur bera vitni um hæfileika til myndatöku og gott auga fyrir myndefni.

Sólsetur í Gálgahrauni - Ljósmyndari: Sólon Björn Hannesson. 

Lækur - Ljósmyndari: Alma Rut Arnarsdóttir. 

Fjaran á Álftanesi og Bessastaðanesi - Ljósmyndari: Salome Vilbergs Kristinsdóttir. 

Allar myndirnar sem fengu viðurkenningu eru útprentaðar til sýnis í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi. Einnig eru allar innsendar myndir til sýnis á skjá.