19. des. 2019

Ljósmyndavefur Garðabæjar opnaður

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

  • Myndasafn Garðabæjar - ljósmyndavefur

Ljósmyndavefur Garðabæjar fór í loftið fimmtudaginn 19. desember.  Á ljósmyndavefnum eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Ljósmyndavefur - myndasafn Garðabæjar 

Ljósmyndavefurinn er enn í þróun og þar munu bætast við fleiri myndir á næstu misserum úr starfi bæjarins.  Ábendingar um myndavefinn eru vel þegnar og má senda á gardabaer@gardabaer.is .  Fjölbreyttir leitarmöguleikar eru í myndasafninu á ljósmyndavefnum, þar sem m.a. má skoða síur eftir ártölum og einnig eru ýmis efnisorð skráð á hverja mynd. Gott ráð er að nota t.d. gæsalappir eða stjörnumerkingar.  Leiðbeiningar um leit á ljósmyndavefnum má nálgast hér. 

Notkun á myndum af ljósmyndavefnum

Myndirnar í ljósmyndasafni Garðabæjar eru í eigu Garðabæjar. Myndirnar birtast með vatnsmerki í myndasafninu. Ef óskað er eftir afnot af myndum þarf að senda póst á gardabaer@gardabaer.is með vísun í númer mynda og upplýsingum um hvernig mynd verði notuð, þ.e. til einkaafnota eða í opinberra notkun, s.s. í útgáfu, á vef, samfélagsmiðlum o.fl.

Stafrænar myndir Garðabæjar 

Ljósmyndavefurinn er í settur upp í ljósmyndakerfi á vegum norska fyrirtækisins FotoWare en samstarfsaðili hér á landi er fyrirtækið Þekking. Kerfið gerir Garðabæ kleift að halda utanum þær stafrænu myndir sem eru í notkun í starfi sveitarfélagsins.  Ljósmyndakerfið er í notkun hjá upplýsingadeild Garðabæjar á bæjarskrifstofunum og til stendur að innleiða það síðar í fleiri stofnanir Garðabæjar.  Við val mynda sem birtast á opna ljósmyndavefnum hefur verið tekið tillit til birtingu mannlífsmynda á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.