15. sep. 2020

Lóð fyrir 12 íbúða fjölbýli við Eskiás 10

Garðabær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fjölbýlishúsalóðar við Eskiás 10. Heimild er til að byggja á lóðinni fjölbýlishús með 12 íbúðum.

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fjölbýlishúsalóð við Eskiás 10 í Garðabæ. Lóðin við Eskiás 10 er um  2.200 m2 og er heimild til að byggja á lóðinni fjölbýlishús með 12 íbúðum.  Heildarbyggingarmagn er 1.534 m2 og leitað er eftir tilboðum í allan byggingarrétt lóðarinnar í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála.  Aðeins lögaðilar geta boðið í byggingarréttinn. Byggingin og lóð skal vera fullfrágengin eigi síðar en tveimur árum eftir lóðarúthlutun. 

Eskiás er hluti af deiliskipulagi Grunda og Ása frá árinu 2001. Breyting á deiliskipulagi Grunda og Ása, sem tekur til svæðisins á milli Lyngáss, Stóráss og Ásabrautar, var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar í ágúst 2019. Svæðið er miðsvæðis í Garðabæ og er aðgengi að þjónustu eins og skólum og íþróttasvæðum mjög gott.

Nánari upplýsingar um sölugögn má nálgast hér á vef Garðabæjar.  Tilboðsfrestur er til kl. 13:00
fimmtudaginn 1. október 2020.