Lokað fyrir kalt vatn í Smáraflöt
Aðfaranótt þriðjudags 2. júlí nk. verður lokað fyrir kalt vatn á hluta Smáraflatar í Garðabæ. Vegna tengingar á stofnlögn geta einnig orðið truflanir á rennsli kalda vatnsins á miðbæjarsvæði og víðar í Garðabæ þar sem þrýstingurinn minnkar á meðan á þessu stendur.
Aðfaranótt þriðjudags 2. júlí nk. verður lokað fyrir kalt vatn á hluta Smáraflatar í Garðabæ. Lokunin stendur yfir frá miðnætti á mánudagskvöldinu og fram eftir nóttu aðfaranótt þriðjudags 2. júlí. Á mynd að neðan innan græna reitsins má sjá þau hús sem lokunin á við.
Vegna tengingar á stofnlögn geta einnig orðið truflanir á rennsli kalda vatnsins á miðbæjarsvæði og víðar í Garðabæ þar sem þrýstingurinn minnkar á meðan á þessu stendur.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Vatnsveita Garðabæjar.