24. okt. 2025

Lokað í sundlaugum Garðabæjar á milli klukkan 13:00 og 17:00

Vegna kvennaverkfalls er lokað í sundlaugum Garðabæjar frá kl. 13-17, föstudaginn 24. október.

Vegna kvennaverkfalls 24. október verða sundlaugar Garðabæjar lokaðar á milli klukkan 13:00 og 17:00. Takmörkuð þjónusta verður einnig í íþróttahúsum bæjarins á þessum tíma. Með þessu fylgir Garðabær fordæmi Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi opnunartíma þennan dag.

Garðabær styður jafnréttisbarátu kvenna og kynsegin fólks og hvetur allar konur og kvár til að taka þátt í samstöðufundi í tilefni dagsins.