Lokahátíð Skapandi sumarstarfa
Verkin sem sýnd verða eru afrakstur fjölbreyttra verkefna sem einstaklingar og hópar hafa unnið að í júní og júlí. Öll velkomin.
-
Verkin sem sýnd verða eru afrakstur fjölbreyttra verkefna sem einstaklingar og hópar hafa unnið að í júní og júlí. Verið öll hjartanlega velkomin.
Lokahátíð Skapandi sumarstarfa fer fram fimmtudaginn 31. júlí á Garðatorgi 7 og stefnir í að verða sannkölluð veisla fyrir bæjarbúa. Skapandi sumarstörf hafa á undanförnum árum fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af menningarlífi Garðabæjar, og dagskrá lokahátíðarinnar í ár ber þess glöggt merki. Á meðal þess sem gestir geta hlakkað til eru dansverk, tónlistaratriði, tölvuleikur og listasýningar, en hópar Skapandi sumarstarfa hafa unnið hart að gerð þessara gjörninga.
Verkin sem sýnd verða eru afrakstur fjölbreyttra verkefna sem einstaklingar og hópar hafa unnið að í júní og júlí. Sum verkefnin halda áfram að þróast eftir lokahátíðina og verður spennandi að fylgjast með þeim næstu mánuði.
Skapandi sumarstörf í Garðabæ veita ungum listamönnum ár hvert tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum menningarverkefnum. Hóparnir sem verða fyrir valinu fá stuðning til að þróa hugmyndir sínar og vinna að listsköpun yfir sumarið.
Markmið verkefnisins er tvíþætt: að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að stunda listsköpun og að veita fræðslu sem nýtist í framtíðinni innan lista- og menningargeirans. Með því er lagður grunnur að starfsferli ungra listamanna og stuðlað að virkri þátttöku í íslensku menningarlífi.
Lokahátíðin hefst klukkan 17:00 og eru gestir hjartanlega velkomnir til að kynna sér verkefnin og hitta listafólkið sem stóðu að þeim. Að kvöldi, klukkan 20:00, heldur píanóleikarinn Ásgerður Sara tónleikana Sumartónar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar og eru öll velkomin til að njóta þeirra.