2. ágú. 2019

Lokahátíð skapandi sumarstarfs

Lokahátíð skapandi sumarstarfs í Garðabæ var haldin fimmtudaginn 25. júlí sl. á Garðatorgi.

  • Lokahátíð skapandi sumarstarfa
    Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfs í Garðabæ var haldin fimmtudaginn 25. júlí sl. á Garðatorgi.  Á lokahátíðinni mátti sjá fjölbreytt og frumleg verk eftir þau 11 ungmenni sem tóku þátt í skapandi sumarstörfum.  Þar voru til sýnis teikningar, myndbönd, gjörningar og ritlistaverk og einnig var flutt tónlist. 

Í skapandi sumarstörfum hefur þátttakendum gefist tækifæri til að vinna að eigin skapandi verkefnum yfir sumartímann.  Einnig unnu þau ýmis verkefni saman og tóku þátt í Jónsmessugleði Grósku fyrr í sumar.  Auk lokahátíðar í síðustu viku hafa ungmennin verið með ýmsa viðburði fyrir bæjarbúa á síðustu vikum, s.s. sumartónleika, vídeóverk, sýningar á myndlist o.fl.

Sjá má fleiri myndir frá lokahátíðinni á fésbókarsíðu skapandi sumarstarfs í Garðabæ. 

Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfa

Lokahátíð skapandi sumarstarfa