20. ágú. 2025

Lokun á Höfðabraut vegna framkvæmda

Kafla á Höfðabraut á Álftanesi verður lokað tímabundið 22. ágúst vegna framkvæmda.

Föstudaginn 22. ágúst verður kafla á Höfðabraut á Álftanesi lokað vegna framkvæmda við endurnýjun á fráveitu. Hjáleið verður um Miðskóga.

Vinnusvæði mun þvera Höfðabraut á fjórum mismunandi stöðum. Lokað verður fyrir umferð um Höfðabraut á meðan á framkvæmd stendur og verður almennri umferð beint um hjáleið um heimkeyrslu að Sólbarði og um Miðskóga.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar lokanir, vinnusvæði og hjáleiðir verða. Grænmerkt er vinnusvæði, rautt eru hjáleiðir.

EditSkogarhverfi-Lokun-11-22agust