11. nóv. 2024

Lokun innkeyrslu og bílastæðis við Krakkakot

Loka þarf innkeyrslu frá Breiðamýri að íþróttamiðstöð og Álftanesskóla tímabundið vegna lagningu fráveitu.

  • Útskýringamynd af lokuninni.

Loka þarf innkeyrslu frá Breiðamýri að íþróttamiðstöð og Álftanesskóla tímabundið vegna lagningu fráveitu.

Tímabundin innkeyrsla verður við útkeyrslu skutlvasa við íþróttamiðstöð. Lokað verður fyrir bílastæði við Krakkakot og bráðabirgðaskutlavi færður í botnlanga í Lambamýri.

Á sama tíma lokast fyrir gönguleið yfir Breiðamýri frá Holtakoti. Gangandi vegfarendum er bent á gangbraut norðan við Holtakot.

Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í um rúmar tvær til þrjár vikur.

Opnað verður fyrir innkeyrslu og gönguleið yfir Breiðumýri að Bitakoti.