Lokun við Silfurtún vegna framkvæmda
Á mánudaginn mun Loftorka vinna við malbikun í Silfurtúni.
Á mánudaginn 1. september mun Loftorka vinna við malbikun í Silfurtúni, frá Goðatúni og inn í enda hjá Aratúni, ef veður leyfir.
Vinnan hefst um klukkan 9 og unnið fram eftir degi.
Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur, eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd.
Athugið að hliðargöturnar við Silfurtún lokast inni á meðan vinnan stendur yfir og þar með lokast aðkoma bíla að ansi mörgum húsum. Íbúar þurfa að hafa lokunina í huga áður en bílum er lagt í stæði á sunnudaginn.