Malbikað við Ásgarð og Gígjulund
Götukaflarnir verða lokaðir á meðan framkvæmdir standa yfir.
Á morgun, þriðjudaginn 20. maí, mun Loftorka vinna við malbikun við Ásgarð, nánar tiltekið hjá Aktu Taktu og einnig í Gígjulundi.
Áætlað er að framkvæmdir verði með eftirfarandi hætti:
- Við Ásgarð: Vinna hefst um klukkan 9 og unnið til hádegis. Stefnt er að því að opna fyrir umferð um klukkan 13.
- Gígjulundur: Áætlað er að vinna hefjist um klukkan 12 og unnið fram eftir degi, til um 16-17.
Götukaflarnir verða lokaðir fyrir alla umferð á meðan framkvæmdir standa yfir. Á meðfylgjandi myndum má sjá lokunarplön.