12. feb. 2019

„Mamma mín er svona verkfræðikona“

Þriðjudaginn 12. febrúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir karlmenn sem starfa innan leikskóla í Garðabæ. Kolbrún Reinholdsdóttir, rafmagnsverkfræðingur M.Sc og annar stofnandi Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands var gestur fundarins og flutti erindið: Konur í „karlastörfum“ - „Mamma mín er svona verkfræðikona“.

  • Kolbrún Reinholdsdóttir var með fyrirlestur.
    Kolbrún Reinholdsdóttir var með fyrirlestur.

Þriðjudaginn 12. febrúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir karlmenn sem starfa innan leikskóla í Garðabæ. Kolbrún Reinholdsdóttir, rafmagnsverkfræðingur M.Sc og annar stofnandi Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands var gestur fundarins og flutti erindið: Konur í „karlastörfum“ - „Mamma mín er svona verkfræðikona“.

Kolbrún fjallaði um hvort til séu „karla- og kvennastörf“ og hvernig sé hægt að auka hlut kvenna í hefðbundinni „karlastétt“.

Þá kynntu þær Halldóra Pétursdóttir, verkefnastjóri á fræðslusviði og Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri styrki til náms í leikskólakennarafræði.

Fræðslufundir líkt og þessir er liður í því að styðja við karlmenn sem hafa valið sér leikskóla í Garðabæ sem starfsvettvang.

Kolbrún Reinholdsdóttir var með fyrirlestur.