Manndýr, Klappstapp, Gunni Helga og dúkkulísusmiðja í lok Barnamenningarhátíðar
Barnamenningarhátíð í Garðabæ lýkur með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er á samveru og sköpun.
-
Laugardaginn 12. apríl lýkur Barnamenningarhátíð í Garðabæ með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er á samveru og sköpun.
Laugardaginn 12. apríl lýkur Barnamenningarhátíð í Garðabæ með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er á samveru og sköpun. Gunnar Helgason biður gesti á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 um hjálp við að finna titil á óútkomna bók hans en hann tekur á móti gestum kl. 13:00.
Á Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, fer fram dúkkulísusmiðja frá kl. 13-15 en það eru hönnuðirnir Stefán Svan og Ninna Þórarinsdóttir sem leiða smiðjuna. Mikið úrval af ýmiskonar efnum er í boði á efnabarnum og fjölskyldur geta hannað sína eigin fatalínu líkt og 254 nemendur í Garðabæ gerðu en dúkkulísur eftir nemendur eru til sýnis í safnbúðinni.

Klukkan 14:00 fer fram tónlistar-og hreyfingasmiðjan Klappklappstappstapp sem Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi leiða á Garðatorgi, á yfirbyggðu torginu við hlið apóteksins.

Dagskránni lýkur með þátttökusýningunni Manndýr á Hönnunarsafni Íslands. Verkið er eftir Aude Busson og Sigríði Sunnu Reynisdóttur og óhætt að segja að gestum sé boðið í ævintýraheim en sýningin hentar börnum frá 3ja ára aldri sem og fullorðnum. Einungis 30 gestir geta tekið þátt í Manndýr og skráning fer fram á olof@gardabaer.is.
Dagskráin í lok Barnamenningarhátíðar í Garðabæ er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.