19. apr. 2022

Matjurtagarðar og gróðurkassar nú leigðir á vef Garðabæjar

Nýtt kerfi þar sem íbúar Garðabæjar geta valið sér og leigt matjurtagarð eða gróðurkassa er nú komið í loftið.  Garðana má finna á 3 stöðum í Garðabæ, í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti.

Nýtt kerfi þar sem íbúar Garðabæjar geta valið sér og leigt matjurtagarð eða gróðurkassa er nú komið í loftið. Garðana má finna á 3 stöðum í Garðabæ, í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti. TIl þess að leigja sér garð eða kassa er smellt hér til að fara á pöntunarsíðuna .  Þar eru upplýsingar um garðana og staðsetningu þeirra og yfirlit um þá garða sem lausir eru til útleigu.  Smellt er á garð sem er laus og valið er að leigja og farið í gegnum greiðsluferli.  Athugið að matjurtagarðarnir í Hæðahverfi verða ekki tilbúnir á sama tíma og gróðurkassarnir, bíða þarf eftir tölvupósti um að garðarnir séu tilbúnir áður en hægt er að gróðursetja í þá.

Allar frekari upplýsingar um garðana og notkun þeirra má finna hér á vef Garðabæjar.

ATH að allir garðar í Urriðaholti eru nú þegar leigðir.