9. maí 2023

Matjurtagarðar til leigu í sumar

Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti.

  • Matjurtagarðar

Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti. Hægt er að leigja matjurtagarða (í Hæðahverfi) sem er 5mx3m eða 15 m² eða matjurtakassa (í Hæðahverfi, Álftanesi og í Urriðaholti) sem er 2m x 4m eða 8m².  Verðið er 5.500 kr. á garð.

Leiga á matjurtagarði eða matjurtakassa - smellið hér

Velja þarf lausan garð á þeim stað sem kosið er, smella á garðinn og fara í gegnum greiðsluferli. Þegar búið er að greiða fyrir garð/kassa eru þeir fráteknir en en bíða þarf eftir upplýsingum frá garðyrkjudeild um að þeir séu tilbúnir til notkunar.

Athugið að aðeins er hægt að leigja einn ræktunarreit eða matjurtakassa. Matjurtagarðarnir verða opnaðir um miðjan maí, nema í garðinum við Dýjagötu sem verða opnaðir í lok maí.

Frekari upplýsingar um gróðurreiti/matjurtakassa má fá í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525 8500 eða í netfangið gardabaer@gardabaer.is.

  • Hæðahverfi

Í Hæðahverfi eru matjurtagarðar og gróðurkassar til ræktunar. Aðkoma að svæðinu er sunnan leikskólans Hæðarbóls.

Góð aðstaða er á svæðinu með snyrtingu og garðverkfærum sem hægt er að fá lánuð. Vatn til vökvunar á staðnum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum. Aðgengi að aðstöðu verður læst með talnalásum sem leiguhafar fá númer að.

  • Álftanes

Á Álftanesi er aðkoma að matjurtakössunum frá Breiðamýri við hliðina á gervigras fótboltavellinum.
Það eru alls 10 gróðurkassar á svæðinu. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðinu. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með matjurtakössunum.

  • Urriðaholt

Í Urriðaholti verða tvö svæði með matjurtakassa sumarið 2023. Á eldra svæðið er aðkoma að kössunum frá bílastæði í Kauptúni þar sem gengið er upp göngustíg til að komast að matjurtakössunum, þar eru 10 kassar. Á nýja svæðinu, sem staðsett er við enda Dýjagötu, verða 30 gróðurkassar til leigu. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðunum. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með matjurtakössunum.