Matjurtakassar til leigu í sumar
Garðbæingum gefst kostur á að leigja matjurtakassa til ræktunar matjurta á fjórum stöðum í sumar.
Garðbæingum gefst kostur á að leigja matjurtakassa til ræktunar matjurta á fjórum stöðum í sumar. Þeir eru staðsettir í Hæðahverfi, á Álftanesi og á tveimur stöðum í Urriðaholti.
Opnað verður fyrir leigu á matjurtakössunum í dag, föstudaginn 10. maí kl. 14:00.
- Leigutími er 10. maí - 15. október
- Matjurtakassarnir sem eru í boði eru 2m x 4m eða 8m2 að stærð og eru merktir með númerum.
- Vatn til vökvunar er á öllum stöðunum.
- Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með kössunum.
- Leiguverð sumarið 2024 er 5.500 kr
Hér á vef Garðabæjar eru upplýsingar um matjurtakassana þar sem er hlekkur yfir á sölusíðu vegna leigu á matjurtakössunum.