3. sep. 2025

Menning í Garðabæ: Glæný dagskrá fyrir haustið komin út

Nýr bæklingur með menningardagskrá fyrir haustið 2025 er kominn úr prentun og er stútfullur af flottum viðburðum.

  • Menningardagskráin fyrir haustið 2025 er komin út.

Nýjan bækling með menningardagskrá fyrir haustið 2025 má nú nálgast á bókasafni Garðabæjar, á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7. Hann verður svo borinn í hús.

Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar segir fjölbreytta og vandaða dagskrá í boði, stútfulla af flottum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri.

Tónlistarnæring heldur göngu sinni áfram, einnig verður áfram boðið upp á leiðsagnir, fyrirlestrar og smiðjur á Hönnunarsafni Íslands. Foreldramorgnar og föndurstundir verða á bókasafninu. Þá má nefna bókmenntahátíð, óperudaga, aðventuhátíð og markaði á Garðatorgi. Þetta og miklu meira er fram undan í menningunni í haust.

Nýja bæklinginn er hægt að nálgast á bókasafni Garðabæjar, á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi og í þjónustuveri Garðabæjar, hann má nálgast hérna í rafrænu formi: Menningardagskrá í Garðabæ - haust 2025