Menning í Garðabæ -rafrænt efni
Nú þegar strangar samkomutakmarkanir hafa aftur verið settar á er kjörið að njóta menningarviðburða heima í stofu. Á menningarrás Garðabæjar (Vimeo rás) má finna fjölbreytt efni sem getur stytt stundir Garðbæinga næstu vikurnar.
-
Jazzstund í Sveinatungu
Nú þegar strangar samkomutakmarkanir hafa aftur verið settar á er kjörið að njóta menningarviðburða heima í stofu. Á menningarrás Garðabæjar (Vimeo rás) má finna fjölbreytt efni sem getur stytt stundir Garðbæinga næstu vikurnar.
Efnið var að mestu tekið upp haustið 2020 og nýr þáttur var birtur vikulega á haustönn 2020 á vimeorásinni. Tónlist, hönnun, rannsóknir, bæjarlistamenn, myndlist, bókmenntir, handverk og arkitektúr í Garðabæ eru efni þáttanna sem eru birtir á vimeo-rás Garðabæjar.
Verum ábyrg og njótum heima!
Meðal efnis sem er aðgengilegt á menningarrásinni:
- Jazzstund í Sveinatungu
- Goddur í Hönnunarsafni Íslands
- 100% ull á Hönnunarsafni Íslands
- Og margt fleira...