26. nóv. 2021

Menningardagskrá í desember

Í desember verður fjölbreytt menningardagskrá í boði fyrir fjölskyldur.

Þrátt fyrir að stórir dagskrárliðir svo sem Tónlistarveisla í skammdeginu og Aðventuhátíð hafi fallið niður í nóvember er mögulegt að gera bæjarbúum dagamun á aðventunni. Má þar nefna fjölskyldusmiðju í Hönnunarsafni Íslands um jólagjafir og jólapökkun sunnudaginn 5. desember ásamt tónlistarnæringu þann 8. desember þar sem Kristinn Sigmundsson og Matthildur Anna Gísladóttir stíga á stokk.

Einnig verða skemmtilegir viðburðir í Bókasafni Garðabæjar, t.d. upplestur úr Lárubókunum með Birgittu Haukdal, foreldraspjall ofl. Þá verður sérstök aðventustemning á Garðatorgi þann 12. og 19. desember. 

Menningardagskrá fyrir desember má sjá í heild sinni hér að neðan.