6. sep. 2023

Menningardagskrá í Garðabæ haustið 2023

Menningardagskráin sem kynnt er í bæklingnum er gestum að kostnaðarlausu.

Menningardagskrá í Garðabæ haustið 2023 er nú komin úr prentun og hægt að nálgast eintak á Bókasafni Garðabæjar, Hönnunarsafni Íslands og í þjónustuverinu á Garðatorgi 7.

Dagskráin er einnig rafræn og aðgengileg hér.

Fjölskyldustundir á Bóksafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands eru reglulega á dagskrá sem og erindi, leiðsagnir og fræðslufyrirlestrar fyrir fullorðna.
Þá er tónleikaröðin Tónlistarnæring á dagskrá fyrsta miðvikudag í mánuði klukkan 12:15.

Menningardagskráin sem kynnt er í bæklingnum er gestum að kostnaðarlausu.