21. feb. 2020

Menningardagskrá í tali og tónum

Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar var haldin fimmtudaginn 13. febrúar sl. í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.

  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar 13. febrúar 2020
    Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar 13. febrúar 2020

Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar var haldin fimmtudaginn 13. febrúar sl. í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Á Þorravöku kórsins er boðið upp á sannkallaða menningardagskrá í tali og tónum en þetta er nítjánda árið sem Kvennakór Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa fyrir dagskrá sem þessari.

Sú hefð hefur skapast að bæjarlistamaður Garðabæjar kynnir sig og verk sín í dagskránni og í ár var það núverandi bæjarlistamaður, Bjarni M. Bjarnason rithöfundur, sem flutti áhugavert erindi. Ræðumaður kvöldsins var Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. 

Að venju voru einnig flott atriði frá nemendum úr Tónlistarskóla Garðabæjar og síðast en ekki síst steig Kvennakór Garðabæjar á svið og flutti fjölbreytt og skemmtilegt lagaval. Í ár eru liðinn 20 ár frá stofnun Kvennakórs Garðabæjar og kórinn hyggst fagna afmælinu með ýmsum hætti frá og með næsta hausti. 

Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar 13. febrúar 2020

Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar 13. febrúar 2020

Bjarni M. Bjarnason rithöfundur og bæjarlistamaður Garðabæjar

Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar 13. febrúar 2020