10. jan. 2023

Menningardagskrá vetur/vor 2023 kemur út

Á morgun, miðvikudaginn 11. janúar verður borinn í hús dagskrárbæklingur Menningar í Garðabæ en jafnframt verður hægt að nálgast eintök í þjónustuveri Garðabæjar, á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands.

Á morgun, miðvikudaginn 11. janúar verður borinn í hús dagskrárbæklingur Menningar í Garðabæ en jafnframt verður hægt að nálgast eintök í þjónustuveri Garðabæjar, á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands. 

Í bæklingnum er gott yfirlit yfir viðburði sem í boði eru í menningarstofnunum bæjarins svo sem dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í Hönnunarsafninu, bókasöfnum Garðabæjar og á sýningunni Aftur til Hofsstaða sem opnuð verður á Garðatorgi 7 á Safnanótt. Einnig má í dagskránni sjá úrval viðburða fyrir fullorðna svo sem hádegistónleikaröðina Tónlistarnæring sem fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, fyrirlestra á Hönnunarsafni og fjölbreytt erindi á Bókasafni Garðabæjar. Á vorönn fer einnig fram Safnanótt, Barnamenningarhátíð og Jazzhátíð Garðabæjar. 

Hægt er að lesa bæklinginn á rafrænu formi hér.