Menningardagskrá vorsins 2026 komin út
Nýr bæklingur með menningardagskrá fyrir vorið 2026 var borinn út í hús í dag.
Nýr bæklingur með menningardagskrá fyrir vorið 2026 var borinn út í hús í dag. Hann verður einnig hægt nálgast á bókasafni Garðabæjar, á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi og í þjónustuveri Garðabæjar.
Bæklingurinn er stútfullur af flottum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri. Tónlistarnæring heldur göngu sinni áfram, einnig verður áfram boðið upp á leiðsagnir, fyrirlestrar og smiðjur á Hönnunarsafni Íslands. Foreldramorgnar og föndurstundir verða á bókasafninu.
Á afmælisárinu verða fjölbreyttir svo viðburðir í boði svo sem fræðsluerindi á Bókasafni Garðabæjar og á Hönnunarsafni Íslands. Fleiri viðburðir verða auglýstir sérstaklega á vef bæjarins þar á meðal afmælishátíð fyrir alla bæjarbúa sem haldin verður að hausti.
Jazzþorpið verður á sínum stað og með stærra sniði í tilefni 50 ára afmælis bæjarins. Þetta og miklu meira. Bæklinginn má finna hér fyrir neðan.
Menningardagskrá vorsins 2026
