16. ágú. 2018

Mennta- og fræðsludagar

Nú í vikunni fóru fram mennta- og fræðsludagar fyrir grunnskólakennara í Garðabæ. 

  • Mennta- og fræðsludagar
    Mennta- og fræðsludagar
  • Mennta- og fræðsludagar
    Mennta- og fræðsludagar

Nú í vikunni fóru fram mennta- og fræðsludagar fyrir grunnskólakennara í Garðabæ. 

Þriðjudaginn 14. ágúst var haldinn menntadagur í tölvu- og upplýsingatækni í Garðaskóla en dagskráin samanstóð af tveimur sameiginlegum erindum ásamt því sem kennurum stóð baust að velja úr fjölbreyttum vinnustofum á sviði upplýsingatækni. 

Vinnustofurnar voru vel sóttar og þóttu vel heppnaðar.

Í gær, miðvikudag hélt Seamus Gibbons, skólastjóri Langford Primary í London, fyrirlestur í tengslum við innleiðingu leiðsagnarmats. Hann leggur áherslu á leiðbeinandi kennsluhætti, þar sem nemendur eru meðvitaðir um nám sitt og kennarar eru virkir í að skoða það hvernig nemendur læra best og fylgjast nákvæmlega með námsframvindu nemenda.

Fyrirlesturinn markaði upphafið að nýju þróunarverkefni hjá grunnskólum Garðabæjar um leiðbeinandi kennsluhætti sem er framhald á þróunarverkefni sem unnið var síðasta vetur um leiðsagnarmat.

Ætlunin með mennta- og fræðsludögunum var m.a. að veita kennurum og skólafólki innblástur fyrir nýtt skólaár og segja skipuleggjendur að það hafi svo sannarlega tekist.

Mennta- og fræðsludagar

Mennta- og fræðsludagarMennta- og fræðsludagar