25. apr. 2023

Mikið úrval sumarnámskeiða 2023

Mikið úrval sumarnámskeiða fyrir börn verður í boði sumarið 2023 á vegum félaga í Garðabæ.

  • Sumarnámskeið 2023
    Fjölbreytt sumarnámskeið í Garðabæ!

Mikið úrval sumarnámskeiða fyrir börn verður í boði sumarið 2023 á vegum félaga í Garðabæ. 

Garðabær leggur mikla áherslu á að foreldrar fái heildaryfirsýn yfir það hvað er í boði, svo þeir geti fundið börnum sínum frístundastarf sem hentar huga og þörfum. Samið hefur verið við þrjú félög um að vera með samfellu í starfinu allan daginn og bjóða hádegisgæslu þó að búast megi við að þátttaka dragist saman yfir mesta sumarleyfistímann. 

Á Álftanesi verður skátafélagið Svanir með hádegisgæslu. Miðsvæðis er það skátafélagið Vífill og Stjarnan sem bjóða hádegisgæslu. Stjarnan verður með sérstakan íþróttaskóla í Urriðaholti með hádegisgæslu, en það er nýjung til að mæta þörfum vaxandi byggðar með ung börn. Þar er einnig golfklúbburinn Oddur með golfleikjanámskeið fyrir hádegi.

Fyrir börn sem þurfa sérstakan stuðning eða sérsniðin námskeið vegna fötlunar verður Sumarhraun starfandi sem er framlengdur armur Garðahrauns sem starfar yfir vetrartímann. Sumarhraun verður staðsett við Garðaskóla.

Hér á vef Garðabæjar má sjá öll námskeið sem er á vegum félaga í Garðabæ, raðað eftir dagsetningum og félögum en hægt er að finna skráningarsíður með því að smella á viðkomandi hlekk. Námskeiðin eru fjölbreitt og spanna allt frá íþróttum og listum til smíða og útilífsnámskeiða.

-- Sumarnámskeið í Garðabæ 2023 --