Mikilvægi endurskinsmerkja
Ökumenn sjá gangandi og hjólandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella.
Nú er tíminn til að minna á mikilvægi endurskinsmerkja runninn upp. Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og því er notkun endurskinsmerkja mikilvæg.
Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi og hjólandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella.
Við minnum á að allir ættu að nota endurskinsmerki, jafnt börn sem fullorðnir. Einnig er hægt að kaupa þar til gerð endurskinsmerki á gæludýr. Mikilvægt er að foreldrar noti endurskinsmerki til þess að sýna börnum sínum gott fordæmi.
Æskileg staðsetning endurskinsmerkja:
- Fremst á ermum
- Hangandi meðfram hliðum
- Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum
- Á bakpoka eða tösku