Minnismerki um finnsku húsin endurnýjað
Upprunalegt minnismerki prýddi steininn í um 20 ár.
Þann 19. nóvember verður minnismerki um uppruna finnsku húsanna svokölluðu í Búðahverfi endurnýjað.
Upphaflega var minnismerki komið fyrir á stórum steini á milli Ásbúðarog Holtsbúðar eftir að Búðahverfið byggðist upp á áttunda áratugsíðustu aldar. Minnismerkið var sett upp sem þakklætisvottur fyrir hjálp finnsku þjóðarinnar í kjölfar eldgossins í Heimaey árið 1973.
Búðahverfið var ekki fullbyggt þegar gaus í Heimaey og fyrir tilstilli Viðlagasjóðs var ákveðið að reisa í hverfinu 35 finnsk timburhús fyrir Vestmanneyinga. Það var svo í ágúst árið 1977 sem Urho Kekkonen þáverandi Finnlandsforseti afhjúpaði minnismerkið í opinberri heimsókn sinni til Íslands. Minnismerkið prýddi steininn í um 20 ár áður en að því var hnuplað og hefur það ekki fundist síðan þá.
Í tilefni þess að nú eru 50 ár síðan finnsku húsin voru reist verður nýtt minnismerki á sama steini afhjúpað þann 19. nóvember klukkan 15:00.
Öll velkomin að vera viðstödd. Heitt verður á könnunni.